Logi: Óskum Kára góðs gengis Þór Símon skrifar 22. júlí 2018 18:31 Logi var svekktur með úrslitin en segir sína menn hafa barist vel. vísir/ernir Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Við verðum fyrir áfalli og missum tvo menn útaf og það gerði okkur erfiðara fyrir. Við höfðum svo bara ekki trú á því hvað við ætluðum að gera í kvöld. Valur gat nánast gert hvað sem þeir vildu,“ sagði Logi sem segir leikmennin tvo, fyrirliðan Sölva Geir Ottesen og framherjan Rick Ten Voorde, draghalta. „Þeir eru draghaltir báðir. Við urðum svo að nota menn í seinni sem voru bara á öðrum fætinum. Bjarni Páll Linnet sem berst eins og grenjandi ljón gat t.d. ekki gengið eftir leikinn,“ sagði Logi en sagði sína menn þó hafa gefið sig alla í leikinn þrátt fyrir að skorta trú. „Okkur skorti trú og getu en ég get ekki sakað menn um að hafa ekki verið að reyna. En það eru atriði í leiknum þar sem maður sá vantrúna miðað við hvaða valmöguleikar voru valdir.“ Rétt fyrir leikinn í dag kom tilkynning úr herbúðum Vals þar staðfest var að Kári Árnason hefði fengið leyfi til að ræða við tyrknestk lið. „Það kom upp núna rétt fyrir helgi. Hann er með þetta í samningi sínum og þetta er bara gott fyrir hann. En þetta er annað áfall á þessum degi sem hefur ekki reynst okkur hliðhollur,“ sagði Logi. Kári kom til liðsins stuttu fyrir HM og átti að geta byrjað að leika með uppeldisfélaginu sínu eftir stórmótið í Rússlandi. Við fengum hinsvegar aldrei að sjá hann í Víkingsbúningnum í sumar. „Hann var meiddur í upphafi þannig þetta er leiðinlegt en ég ítreka að þetta er gott fyrir hann og við óskum honum bara góðs gengis.“ Aðspurður hvort Víkingar komi til með að styrkja sig í kaupglugganum kvaðst Logi vera opinn fyrir því. „Við munum skoða það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Við verðum fyrir áfalli og missum tvo menn útaf og það gerði okkur erfiðara fyrir. Við höfðum svo bara ekki trú á því hvað við ætluðum að gera í kvöld. Valur gat nánast gert hvað sem þeir vildu,“ sagði Logi sem segir leikmennin tvo, fyrirliðan Sölva Geir Ottesen og framherjan Rick Ten Voorde, draghalta. „Þeir eru draghaltir báðir. Við urðum svo að nota menn í seinni sem voru bara á öðrum fætinum. Bjarni Páll Linnet sem berst eins og grenjandi ljón gat t.d. ekki gengið eftir leikinn,“ sagði Logi en sagði sína menn þó hafa gefið sig alla í leikinn þrátt fyrir að skorta trú. „Okkur skorti trú og getu en ég get ekki sakað menn um að hafa ekki verið að reyna. En það eru atriði í leiknum þar sem maður sá vantrúna miðað við hvaða valmöguleikar voru valdir.“ Rétt fyrir leikinn í dag kom tilkynning úr herbúðum Vals þar staðfest var að Kári Árnason hefði fengið leyfi til að ræða við tyrknestk lið. „Það kom upp núna rétt fyrir helgi. Hann er með þetta í samningi sínum og þetta er bara gott fyrir hann. En þetta er annað áfall á þessum degi sem hefur ekki reynst okkur hliðhollur,“ sagði Logi. Kári kom til liðsins stuttu fyrir HM og átti að geta byrjað að leika með uppeldisfélaginu sínu eftir stórmótið í Rússlandi. Við fengum hinsvegar aldrei að sjá hann í Víkingsbúningnum í sumar. „Hann var meiddur í upphafi þannig þetta er leiðinlegt en ég ítreka að þetta er gott fyrir hann og við óskum honum bara góðs gengis.“ Aðspurður hvort Víkingar komi til með að styrkja sig í kaupglugganum kvaðst Logi vera opinn fyrir því. „Við munum skoða það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira