R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 17:46 Síðast var R Kelly kærður fyrir kynferðisofbeldi í maí en hann var m.a. sakaður um að hafa vitandi smitað konu af Herpes-veirunni. Vísir/Getty Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018 MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Bandaríski söngvarinn R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um að hafa beitt hóp kvenna harðræði og ofbeldi og haldið þeim föngnum í eins konar „sértrúarsöfnuði“ í nýju lagi sem hann gaf út í dag. Í texta lagsins ítrekar hann einnig að hafa verið misnotaður kynferðislega í æsku. Nýja lagið ber heitið I Admit, eða Ég játa, og er heilar 19 mínútur að lengd. R Kelly gaf lagið út á Soundcloud-reikningi sínum í dag. „Dagurinn sem þið hafið öll beðið eftir er runninn upp,“ skrifaði söngvarinn á Twitter-reikningi sínum er hann deildi laginu með fylgjendum sínum. Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fyrst var greint frá ásökununum sem R Kelly svarar fyrir í laginu í júlí í fyrra. Hefur söngvarinn verið sakaður um að hafa lokkað ungar konur inn á heimili sitt og haldið þeim þar í nokkurs konar sértrúarsöfnuði. Þá er hann sagður hafa beitt konurnar stafrænu kynferðisofbeldi, gert farsíma þeirra upptæka og lagt hendur á þær.Sjá einnig: R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér Margar kvennanna voru undir lögaldri þegar þær bjuggu með söngvaranum og lýstu foreldrar þeirra yfir þungum áhyggjum af dætrum sínum þegar fyrst var fjallað um málið. Í apríl síðastliðnum sameinaðist fjöldi kvenna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MuteRKelly, eða „þöggum niður í R Kelly“, og greindu frá reynslu sinni af framferði hans.Sjá einnig: Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómiR Kelly, sem er 51 árs, hefur ítrekað þvertekið fyrir allar ásakanir um „kynferðislegt misferli“. Slíkar ásakanir hafa ítrekað verið lagðar fram á hendur honum í gegnum tíðina.Today is the day you've been waiting for. I ADMIT LISTEN: https://t.co/ncQiDOC6Gq pic.twitter.com/DR8Aijj62N— R. Kelly (@rkelly) July 23, 2018
MeToo Tónlist Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09 R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27 Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð. 12. maí 2018 18:09
R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. 11. maí 2018 22:27
Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun Forstjóri Spotify hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð. 2. júní 2018 19:24