Lífið

Spotify endurskoðar stefnu sína gegn hatursfullri hegðun

Sylvía Hall skrifar
Daniel Ek, forstjóri Spotify, segir fyrirtækið hafa getað útfært stefnu sína betur.
Daniel Ek, forstjóri Spotify, segir fyrirtækið hafa getað útfært stefnu sína betur. Vísir/Getty

Forstjóri Spotify, Daniel Ek, hefur lýst því yfir að ákvörðun streymiveitunnar um að fjarlægja lög R. Kelly og rapparans XXXTentacion af lagalistum hafi verið illa ígrunduð, en Spotify hefur hlotið töluverða gagnrýni í kjölfar málsins síðastliðnar vikur og hótaði rapparinn Kendrick Lamar meðal annars að fjarlægja tónlist sína af streymiveitunni ef málið yrði ekki endurskoðað.



Spotify tilkynnti í byrjun maímánaðar að lög listamannanna yrðu fjarlægð af lagalistum streymiveitunnar, en tónlist þeirra yrði áfram aðgengileg á forritinu. Var ákvörðunin sögð vera hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursfulla hegðun og vildi fyrirtækið að ákvarðanir þess og lagalistar myndu endurspegla gildi Spotify.



„Ég held við höfum farið vitlaust að þessu og þetta hefði getað verið útfært betur“ sagði Ek síðastliðinn miðvikudag á Code-ráðstefnunni í Kaliforníu.



Hann segist ekki hafa ætlað að setja sjálfan sig í dómarasæti og að það hafi ekki verið ætlunin að taka svo fáa listamenn fyrir, en R. Kelly og XXXTentacion hafa báðir verið sakaðir um kynferðisofbeldi og gekk það þvert á stefnuna sem var tilkynnt í síðasta mánuði. Spotify segist nú ætla að endurskoða stefnuna og mun setja lög tónlistarmannanna á lagalista sína á ný. 


Tengdar fréttir

R. Kelly hent út af lagalistum Spotify

Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×