31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 10:56 Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Vísir/AP 31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma. Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma.
Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira