Grísku sjávarþorpi líkt við Pompeii Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 11:33 Bærinn Mati kom verulega illa út úr eldunum. Vísir/AP Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“. Skógareldar Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“.
Skógareldar Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira