Íslenski boltinn

Keflavík lánar Jeppe til ÍA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jeppe er á leið upp á Skaga.
Jeppe er á leið upp á Skaga. vísir/ernir

Keflavík hefur lánað framherjann Jeppe Hansen til Inkasso-deildarliðs ÍA út tímabilið. Jeppe er ætlað að hjálpa ÍA að koma sér upp í Pepsi-deildina á ný.

Þetta staðfesti Keflavík á heimasíðu sinni fyrr í kvöld en liðið er lang neðst á botni Pepsi-deildarinnar einungis með þrjú stig.

„Jeppe hefur verið leikmaður Keflavíkur frá árinu 2017 og átti m.a. þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Stjórn Knattspyrnudeildar óskar Jeppa velfarnaðar," segir í tilkynningu frá Keflavík.

Jeppe hefur einnig spilað með Stjörnunni og KR hér á landi en gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og hjálpaði þeim upp í efstu deildina á nýjan leik.

ÍA er í harðri baráttu á toppi Inkasso-deildarinnar. Þeir eru nú í fjórða sætinu með 24 stig, en Þór, Víkingur Ólafsvík og HK eru fyrir ofan Skagamenn. Þeir eru fjórum stigum frá toppnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.