Enski boltinn

Salah og Mane sáu um City á meðan Tottenham skoraði fjögur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Salah er vinsæll vestanhafs og gaf sér tíma í eiginhandaáritanir að leik loknum
Salah er vinsæll vestanhafs og gaf sér tíma í eiginhandaáritanir að leik loknum vísir/getty
Tíu evrópsk stórlið voru í eldlínunni í Bandaríkjunum í nótt þar sem flest af stærstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru í æfingaferð vestanhafs.

Eftir markalausan fyrri hálfleik færðist heldur betur líf í leik Man City og Liverpool í síðari hálfleik en liðin áttust við á MetLife leikvangnum í New Jersey.

Varamenn sáu algjörlega um markaskorun en Leroy Sane kom City yfir áður en þeir Mohamed Salah og Sadio Mane tryggðu Liverpool 2-1 sigur.

26 spyrnu vítaspyrnukeppni hjá Man Utd og AC MilanÁ Rose Bowl leikvangnum í Kaliforníu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma hjá Man Utd og AC Milan var 1-1. 

Leikurinn byrjaði afar fjörlega því Alexis Sanchez kom Man Utd yfir á 12.mínútu en Suso jafnaði metin þremur mínútum síðar eftir stoðsendingu Leonardo Bonucci sem hefur verið orðaður við Man Utd að undanförnu.

Í vítaspyrnukeppninni þurfti hvorki meira né minna en 26 vítaspyrnur til að útkljá sigurvegara og fór að lokum svo að Man Utd bar sigur úr býtum 9-8.

Fimm marka fyrri hálfleikur hjá Tottenham og RomaÍ San Diego áttu Tottenham og Roma við og þar vantaði ekki mörkin þar sem fimm mörk voru skoruð; öll í fyrri hálfleik.

Rómverjar komust yfir snemma leiks með marki Patrick Schick en tvennur frá Fernando Llorente og Lucas Moura tryggðu Tottenham sigur.

Ronaldo enn í fríiÍ Philadelpha stal Andrea Favilli, 21 árs gamall framherji Juventus, senunni í leik Juve og Bayern Munchen.

Favilli skoraði bæði mörk Juve í 2-0 sigri en Cristiano Ronaldo er ekki mættur til liðs við Juventus þar sem hann er enn í sumarfríi eftir HM í Rússlandi líkt og fleiri leikmenn.

Tíu spyrnu vító hjá Dortmund og BenficaÍ Pittsburgh þurfti sömuleiðis vítaspyrnukeppni til að útkljá sigurvegara í leik Benfica og Borussia Dortmund þar sem staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2.

Portúgalirnir höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni, 4-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×