Íslenski boltinn

Leikmönnum FCK ískalt við komuna til Íslands

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Byrjunarlið FCK gegn KuPS á dögunum
Byrjunarlið FCK gegn KuPS á dögunum vísir/getty
Í kvöld verður boðið upp á stórleik á Samsung vellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan mun taka á móti danska stórliðinu FCK í fyrri leik liðanna forkeppni Evrópudeildarinnar.

FCK er eitt stærsta lið Norðurlandanna en félagið er stofnað 1992 og hefur tólf sinnum orðið danskur meistari síðan þá. 

Danirnir tóku æfingu á Samsung vellinum í gær en á Instagram reikningi félagsins má sjá myndband frá ferðalaginu til Íslands og augljóst að leikmönnum var ekki vel við veðurfarið hér á landi.

Danskt undrabarn á meðal leikmanna FCKViktor Fischer er ein af skærustu stjörnum liðsins um þessar mundir en hann hefur skorað sex mörk í fjórtán leikjum síðan hann gekk í raðir FCK fyrr á þessu ári eftir dvöl í Þýskalandi, Englandi og Hollandi en þessi 24 ára gamli sóknarmaður var á sínum tíma talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu.

Ferill hans hefur hingað til ekki náð þeim hæðum sem búist var við en hann lék aðeins þrettán leiki með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni 2016-2017 eftir að hafa verið keyptur þangað frá Ajax fyrir 5 milljónir evra.

Hann er í viðtali við sjónvarpsstöð FCK þar sem hann segist bera mikla virðingu fyrir verkefni dagsins en FCK komst naumlega áfram úr síðasta einvígi gegn finnska liðinu KuPS.

Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Leikur Stjörnunnar og FCK hefst klukkan 19:00 á Samsung vellinum í Garðabæ og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×