Erlent

NASA bauð upp á blóðmánann í beinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Blóðmáni yfir Tælandi í janúar.
Blóðmáni yfir Tælandi í janúar. Vísir/Getty

Uppfært klukkan 22:00:  Tunglmyrkvinn er genginn yfir en beina útsendingu NASA má enn nálgast í spilaranum að neðan.

Lengsti tunglmyrkvi aldarinnar er í kvöld, föstudaginn 27. júlí, og verður tunglið rautt á himni víða um jörð. Ljóst er að um mikið sjónarspil er að ræða en Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sýnir blóðmánann í beinni á YouTube-rás sinni.

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, benti á það í dag að almyrkvinn, það er að segja blóðmáninn, muni því miður ekki sjást frá Íslandi. og verða Íslendingar því líklega að láta sér beinu útsendinguna nægja.

Samkvæmt NASA mun blóðmáninn lifa í eina klukkustund og 43 mínútur. Beinu útsendingu NASA má horfa á í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Appelsínugult og deildarmyrkvað tungl

Tunglið var óvenju fagurt og dulúðugt á laugardag þegar tunglmyrkvi var í ljósaskiptunum. Birtist það Vestfirðingum sveipað appelsínugulum ljóma áður en myrkvinn skall á. Á bloggsíðu Stjörnufræðivefsins segir að Austfirðingar hafi verið einu íbúar landsins sem gátu séð rauðu almyrkvuðu tungli bregða fyrir. Annars staðar á landinu reis tunglið deildarmyrkvað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.