Liverpool kláraði United í seinni hálfleiknum Dagur Lárusson skrifar 28. júlí 2018 23:00 Sturridge og Shaqiri fagna. vísir/getty Liverpool fór með sigur af hólmi gegn Manchester United í æfingaleik liðanna í Bandaríkjunum í kvöld. Liverpool var með töluvert sterkari byrjunarlið heldur en Manchester United en leikmenn á borð við Salah, Mané, Fabinho og Van Dijk voru allir í byrjunarliðinu. Það voru liðsmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn að meiri krafti og sóttu mikið fyrstu mínúturnar án þess þó að skapa sér hættulegt færi. United náði þó nokkrum góðum skyndisóknum og úr einni slíkri skoraði Juan Mata en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 28. mínútu en þá var brotið á Mohamed Salah í teig United og fékk Liverpool því vítaspyrnu. Á punktinn steig Sadio Mané sem skoraði af öryggi. Liðsmenn United voru þó ekki lengi að jafna metin því aðeins þremur mínútum seinna skoraði Andreas Pereira glæsilegt mark úr aukaspyrnu og var staðan því 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum dró af liðsmönnum United á meðan Liverpool óx ásmegin. Jurgen Klopp gerið nokkrar breytingar um miðbik hálfleiksins og setti meðal annars Daniel Sturridge inná. Sú breyting skilaði sér í næstu sókn því þá skoraði Sturridge, með sinni fyrstu snertinu, eftir undirbúning Xherdan Shaqiri og kom Liverpool yfir á ný. Tíu mínútum seinna fékk Liverpool aðra vítaspyrnu þegar Herrera braut á Andy Robertson í teignum. Að þessu sinni var það Sheyi Ojo sem steig á punktinn og skoraði hann einnig af öryggi. Liðsmenn Liverpool voru þó ekki hættir því nokkrum mínútum seinna var það Xherdan Shaqiri sem skoraði stórglæsilegt mark. Þá fékk hann frábæra sendingu inná teig og tók hann hjólhestaspyrnu og smell hitti boltann sem söng í netinu. Þetta reyndist lokamark leiksins og lokatölur því 4-1. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Dijk: Við ætlum að berjast um titla Virgil Van Dijk segir leikmenn Liverpool staðráðna í því að vinna titla á komandi tímabili. Liðið hefur ekki fagnað titli síðan 2012. 28. júlí 2018 11:45 Mourinho: Liverpool verður að vinna deildina Jose Mourinho, stjóri Man Utd, telur erkifjendurna í Liverpool verða að vinna til verðlauna á komandi leiktíð í kjölfar þess að hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum að undanförnu. 27. júlí 2018 07:30 Klopp um ummæli Mourinho: „Eitt af markmiðum mínum er að láta Jose brosa“ Stjórar Man. Utd og Liverpool halda áfram að láta skotin ganga á milli. 28. júlí 2018 06:00 Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. 28. júlí 2018 09:30 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Liverpool fór með sigur af hólmi gegn Manchester United í æfingaleik liðanna í Bandaríkjunum í kvöld. Liverpool var með töluvert sterkari byrjunarlið heldur en Manchester United en leikmenn á borð við Salah, Mané, Fabinho og Van Dijk voru allir í byrjunarliðinu. Það voru liðsmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn að meiri krafti og sóttu mikið fyrstu mínúturnar án þess þó að skapa sér hættulegt færi. United náði þó nokkrum góðum skyndisóknum og úr einni slíkri skoraði Juan Mata en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 28. mínútu en þá var brotið á Mohamed Salah í teig United og fékk Liverpool því vítaspyrnu. Á punktinn steig Sadio Mané sem skoraði af öryggi. Liðsmenn United voru þó ekki lengi að jafna metin því aðeins þremur mínútum seinna skoraði Andreas Pereira glæsilegt mark úr aukaspyrnu og var staðan því 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum dró af liðsmönnum United á meðan Liverpool óx ásmegin. Jurgen Klopp gerið nokkrar breytingar um miðbik hálfleiksins og setti meðal annars Daniel Sturridge inná. Sú breyting skilaði sér í næstu sókn því þá skoraði Sturridge, með sinni fyrstu snertinu, eftir undirbúning Xherdan Shaqiri og kom Liverpool yfir á ný. Tíu mínútum seinna fékk Liverpool aðra vítaspyrnu þegar Herrera braut á Andy Robertson í teignum. Að þessu sinni var það Sheyi Ojo sem steig á punktinn og skoraði hann einnig af öryggi. Liðsmenn Liverpool voru þó ekki hættir því nokkrum mínútum seinna var það Xherdan Shaqiri sem skoraði stórglæsilegt mark. Þá fékk hann frábæra sendingu inná teig og tók hann hjólhestaspyrnu og smell hitti boltann sem söng í netinu. Þetta reyndist lokamark leiksins og lokatölur því 4-1.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Dijk: Við ætlum að berjast um titla Virgil Van Dijk segir leikmenn Liverpool staðráðna í því að vinna titla á komandi tímabili. Liðið hefur ekki fagnað titli síðan 2012. 28. júlí 2018 11:45 Mourinho: Liverpool verður að vinna deildina Jose Mourinho, stjóri Man Utd, telur erkifjendurna í Liverpool verða að vinna til verðlauna á komandi leiktíð í kjölfar þess að hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum að undanförnu. 27. júlí 2018 07:30 Klopp um ummæli Mourinho: „Eitt af markmiðum mínum er að láta Jose brosa“ Stjórar Man. Utd og Liverpool halda áfram að láta skotin ganga á milli. 28. júlí 2018 06:00 Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. 28. júlí 2018 09:30 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Van Dijk: Við ætlum að berjast um titla Virgil Van Dijk segir leikmenn Liverpool staðráðna í því að vinna titla á komandi tímabili. Liðið hefur ekki fagnað titli síðan 2012. 28. júlí 2018 11:45
Mourinho: Liverpool verður að vinna deildina Jose Mourinho, stjóri Man Utd, telur erkifjendurna í Liverpool verða að vinna til verðlauna á komandi leiktíð í kjölfar þess að hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum að undanförnu. 27. júlí 2018 07:30
Klopp um ummæli Mourinho: „Eitt af markmiðum mínum er að láta Jose brosa“ Stjórar Man. Utd og Liverpool halda áfram að láta skotin ganga á milli. 28. júlí 2018 06:00
Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. 28. júlí 2018 09:30