Enski boltinn

Herrera: Úrslitin skipta engu máli

Dagur Lárusson skrifar
Ander Herrera.
Ander Herrera. vísir/getty
Ander Herrera, leikmaður Manchester United, segir að úrslit í æfingaleikjum skipta engu máli heldur aðeins það að koma sér í gott form.

 

Manchester United steinlá fyrir Liverpool í gærkvöldi en leiknum lauk með 4-1 sigri Liverpool en margir stuðningsmenn United hafa brugðist illa við eftir leikinn. Herrera virðist þó ekki pirra sig á þessu.

 

„Úrslitin skipta engu máli einmitt núna,“ sagði Herrera.

 

„Við erum að spila á sömu leikmönnum leik eftir leik og þess vegna er þetta í rauninni meira eins og venjulegt tímabil á háannatímanum heldur en undirbúningstímabil, en þetta er eins og þetta er.“

 

„Við verðum allir að standa saman, spila sem flestar mínútur til þess að komast í sem besta formið og hugsa ekki of mikið um úrslitin því eina sem skiptir máli núna er að vera tilbúnir fyrir leikinn gegn Leicester.“

 

„Auðvitað er það aldrei gaman að tapa, en ég meina þetta er nú bara undirbúningstímabilið.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×