Enski boltinn

Mourinho: Ég hefði ekki borgað fyrir þetta

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho var ekki sáttur.
José Mourinho var ekki sáttur. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, sagði á fréttamannafundi eftir 4-1 tapið gegn Liverpool að hann myndi ekki borga aðgangsmiða til þess að horfa á United spila.

 

Liðsmenn Liverpool gengu nánast yfir United í seinni hálfleiknum en liðsmenn United virtust heldur þreyttir og spilamennska liðsins var eftir því. José Mourinho virðist vera lítt hrifinn miðað við hans ummæli eftir leik.

 

„Andrúmsloftið var mjög gott, en ef ég væri einn af stuðningsmönnunum þá hefði ég ekki borgað fyrir það að koma að sjá þennan leik.“

 

„Til dæmis þá var ég að horfa á Chelsea spila gegn Inter í gær og þar var augljóst að stuðningsmennirnir völdu það frekar að vera á ströndinni heldur en á leiknum og leikvangurinn því nánast tómur.“

 

„Stuðningsmennirnir hér sýndu það hversu mikið þeir elska liðin sín og það var algjörlega frábært að sjá það. Þetta er ástæðan fyrir því afhverju leikmenn eins og Herrera sýna stuðningsmönnunum svona mikla virðingu.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×