Erlent

Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aaron Armstrong og Sophie Gradon.
Aaron Armstrong og Sophie Gradon. Instagram/@aarona619

Hinn 25 ára gamli Aaron Armstrong fannst látinn í enska bænum Blyth á þriðjudag. Hann var kærasti Love Island-stjörnunnar Sophie Gradon sem lést í júní síðastliðnum, aðeins tæpum þremur vikum áður.

Gradon, sem var 32 ára, tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Love Island árið 2016 auk þess sem hún var valin Ungfrú Bretland árið 2009. Hún fannst látin á heimili foreldra sinna í bænum Ponteland í grennd við Newcastle þann 20. júní.

Armstrong lést tæpum þremur vikum síðar en daginn fyrir andlát hans deildi hann mynd af sér og Gradon á Instagram.


„Ég vildi að ég gæti kúrt með þér allan daginn, sakna þín svo mikið,“ skrifaði Armstrong m.a. við myndina.

Lögregla hefur ekki gefið neitt út um dánarorsök parsins en hvorugt andlátið er þó talið hafa borið að með saknæmum hætti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.