Erlent

Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikil gleði braust út í gær í Taílandi eftir að ljóst var að allir væru komnir út.
Mikil gleði braust út í gær í Taílandi eftir að ljóst var að allir væru komnir út. Vísir/Getty
Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta strákana sína augum á ný. Var það gert í gegnum glervegg og voru margir foreldranna með tárin í augunum.

CNN greinir frá en drengirnir eru í einangrun á meðan gengið er í skugga um það að engin smithætta sé fyrir hendi. Þá eru drengirnir nokkuð veikburða eftir dvölina í hellinum. Þrátt fyrir að vera almennt við ágæta heilsu sé litið til þess hversu lengi þeir voru inn í hellinum.

Greinir CNN frá því að á blaðamannafundi hafi verið sýnt myndband af endurfundunum en á því mátti sjá drengina liggjandi í sjúkrarúmum veifandi til ættingja sinna sem voru margir hverjir með tárin í augunum.

Drengirnir virðast vera nokkuð brattir.Mynd/Taílenska ríkisstjórnin
Þrír drengjanna glíma nú við smávægilega lungnabólgu en talið er líklegt að þeir verði útskrifaðir af spítalanum eftir um eina viku og það muni taka allt að 30 daga fyrir þá að ná sér að fullu.

CNN ræddi við Tanawat Viboonrungruang, foreldra eins af þeim sem bjargað var, og sagði hann það vera mikinn létti að strákarnir væru komnir út svona heilsuhraustir og raun ber vitni.

„Ég fór að gráta, allir fóru að gráta. Ég vil bara þakka þem sem björguðu stráknum mínum og hjálpuðu honum að eignast nýtt líf. Það er eins og hann sé endurfæddur,“ sagði Tanawat.


Tengdar fréttir

Öllum drengjunum bjargað úr hellinum

Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað.

„Ég vil bara faðma hann“

Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×