Íslenski boltinn

Gunnleifur: Misst af tveimur og hálfum leik vegna meiðsla síðan 94

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/anton
Gunnleifur Gunnleifsson stendur vörð í marki Breiðabliks eins og undanfarin ár í Pepsi deild karla. Hann hefur aðeins fengið á sig sex mörk í 11 leikjum.

Gunnleifur er 43 ára og einn besti markvörður sem Ísland hefur alið. Hann er lykilhlekkur í að Breiðablik sé á góðri leið með að bæta metið yfir fæst mörk fengin á sig í 12 liða efstu deild á Íslandi.

Metið á Gunnleifur sjálfur með Blikum, frá því 2015 þegar hann fékk 13 mörk á sig. Þá hafði hann fengið á sig átta mörk eftir fyrri umferðina.

„Auðvitað reyni ég bara að taka hvern leik í einu og fá á mig sem fæst mörk. Það er bara skemmtilegur bónus ef okkur tækist að bæta metið,“ sagði Gunnleifur við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hver er lykillinn að velgengni Gunnleifs?

„Þetta er erfið spurning. Mér hefur gengið vel og búinn að eiga langan feril en það er enginn lykill. Ég hef verið heppinn með það að meiðast aldrei alvarlega til dæmis, held ég hafi bara misst úr 2 og hálfan leik síðan 1994 vegna meiðsla.“

Blikar mæta Fjölni á mánudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Gunnleif úr kvöldfréttunum má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.