Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 09:15 Þessi mynd hefur vakið mikla reiði í Bretlandi Hvíta húsið „Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans. Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
„Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans.
Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“