Erlent

Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Forsetahjónin Donald og Melania Trump lentu í Helsinki í gær.
Forsetahjónin Donald og Melania Trump lentu í Helsinki í gær.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag.

Í viðtali við CBS-fréttastofuna í gær sagðist Bandaríkjaforseti ekki búast við miklu af fundi leiðtoganna tveggja. „Ég hef ekki miklar væntingar.“ Trump lofaði þó að „ekkert slæmt" myndi koma út úr fundinum.

Mótmælendur streymdu út á götur höfuðborgar Finnlands í gær til að mótmæla fundinum. Fordæmdu þeir meðal annars ritskoðun fjölmiðla og sögðu leiðtogana tvo brjóta gegn mannréttindum.

Sjá einnig: Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna 

Þá sagðist Bandaríkjaforseti ætla að ræða ákæru gegn tólf rússneskum embættismönnum við Rússlandsforseta. Rússarnir tólf voru handteknir á dögunum í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara í Bandaríkjunum á afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016.

Trump hefur, líkt og áður hefur komið fram, setið undir ásökunum um að hafa þegið aðstoð Rússa í aðdraganda forsetakosninganna.

Fjórir fyrrverandi starfsmenn Trumps hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina, og hafa þrír þeirra játað sök.

Trump segir að líklegast verði niðurstaðan af fundinum helst samkomulag milli ríkjanna tveggja um að útrýma kjarnavopnum í þeirra eigu. Hann segir kjarnavopn „stærsta vandamálið í heiminum“.




Tengdar fréttir

Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills

"Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×