Oliver: Flottasta mark sem ég hef skorað Magnús Ellert Bjarnason skrifar 16. júlí 2018 21:22 Oliver skoraði sigurmarkið í dag. vísir/bára Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15