Pepsimörkin: Þessir voru bestir í fyrri umferðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:00 Úrvalslið umferða 1 - 11 S2 Sport Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir Pepsi Max-deild karla Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira