Trump spurði hvers vegna hann gæti ekki ráðist inn í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:07 Trump með Santos forseta Kólumbíu í fyrra. Í tvígang spurði Trump hann hvort honum hugnaðist innrás í Venesúela. Vísir/EPA Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01