Trump spurði hvers vegna hann gæti ekki ráðist inn í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:07 Trump með Santos forseta Kólumbíu í fyrra. Í tvígang spurði Trump hann hvort honum hugnaðist innrás í Venesúela. Vísir/EPA Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01