Dauði telpu rakinn til ólöglegs styrks loftmengunar í London Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:47 London hefur eins og aðrar stórborgir glímt við mikla loftmengun undanfarin ár. Vísir/EPA Sérfræðingur í astma og loftmengun telur sláandi fylgni á milli veikinda ungrar telpu sem lést síðar af völdum astmakasts og toppa í loftmengun í London. Þrátt fyrir að þekkt sé að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum hafa einstök dauðsföll ekki verið tengd mengun áður.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ella Kissi-Debrah hafi búið 25 metrum frá suður hringvegi London en svæðið er þekkt fyrir háan styrk loftmengunar. Hún lést níu ára að aldri úr astmakasti í febrúar árið 2013. Síðustu þrjú árin fékk hún ítrekað köst og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús tuttugu og sjö sinnum. Á þeim tíma var loftmengun í London yfir heilbrigðisviðmiðum Evrópusambandsins. Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton og einn helsti sérfræðingur Bretlands í astma og loftmengun, segir sláandi fylgni á milli þeirra skipta sem Kissi-Debrah var lögð inn á sjúkrahús og toppa í niturdíoxíðmengun og svokallaðs PM-10 svifryks. Holgate telur raunverulegar líkur á því að telpan væri enn á lífi ef ekki hefði verið fyrir ólöglegan styrk loftmengunar í borginni í skýrslu sem hann hefur tekið saman um dauða hennar. Hún hafi látist eftir einn versta mengunartoppinn í hverfinu hennar. Skýrslan verður send saksóknara til að knýja á um að dauði stúlkunnar verði rannsakar á ný. Bresk stjórnvöld telja slæm loftgæði stærsta umhverfislega hættan við lýðheilsu þar í landi. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði að áætlun stjórnvalda um að berjast gegn loftmengun væri ólögleg þar sem hún gengi ekki nógu langt í febrúar. Það var þriðja dómsmálið á þremur árum þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur verið skikkuð til að herða sig í að taka á loftmengun. Tengdar fréttir Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59 Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12 Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06 Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Sérfræðingur í astma og loftmengun telur sláandi fylgni á milli veikinda ungrar telpu sem lést síðar af völdum astmakasts og toppa í loftmengun í London. Þrátt fyrir að þekkt sé að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum hafa einstök dauðsföll ekki verið tengd mengun áður.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ella Kissi-Debrah hafi búið 25 metrum frá suður hringvegi London en svæðið er þekkt fyrir háan styrk loftmengunar. Hún lést níu ára að aldri úr astmakasti í febrúar árið 2013. Síðustu þrjú árin fékk hún ítrekað köst og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús tuttugu og sjö sinnum. Á þeim tíma var loftmengun í London yfir heilbrigðisviðmiðum Evrópusambandsins. Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton og einn helsti sérfræðingur Bretlands í astma og loftmengun, segir sláandi fylgni á milli þeirra skipta sem Kissi-Debrah var lögð inn á sjúkrahús og toppa í niturdíoxíðmengun og svokallaðs PM-10 svifryks. Holgate telur raunverulegar líkur á því að telpan væri enn á lífi ef ekki hefði verið fyrir ólöglegan styrk loftmengunar í borginni í skýrslu sem hann hefur tekið saman um dauða hennar. Hún hafi látist eftir einn versta mengunartoppinn í hverfinu hennar. Skýrslan verður send saksóknara til að knýja á um að dauði stúlkunnar verði rannsakar á ný. Bresk stjórnvöld telja slæm loftgæði stærsta umhverfislega hættan við lýðheilsu þar í landi. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði að áætlun stjórnvalda um að berjast gegn loftmengun væri ólögleg þar sem hún gengi ekki nógu langt í febrúar. Það var þriðja dómsmálið á þremur árum þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur verið skikkuð til að herða sig í að taka á loftmengun.
Tengdar fréttir Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59 Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12 Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06 Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59
Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12
Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06
Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43