Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2018 11:59 Þykk mengunarþoka lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. Ný rannsókn bendir til að lág gildi loftmengunar í skamman tíma leiði til aukinnar dánartíðni. Vísir/Egill Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.
Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36