Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin, vítaklúðrið og rauðu spjöldin úr Pepsi-deildar leikjum dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar

FH vann sinn fimmta leik í sumar er liðið lagði Grindavík af velli í Krikanum og Stjarnan er komin á toppinn eftir sigur í Keflavík.

FH vann 2-1 sigur á Grindavík en FH komst í 2-0 áður en Grindavík náði að minnka muninn. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum.

Allt það helsta úr leiknum í Krikanum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Í Keflavík lenti Stjarnan í litlum sem engum vandræðum með lánlaust lið Keflavíkur. Stjarnan fór á toppinn með 2-0 sigri en Keflavík er á botninum.

Sjáðu allt það helsta úr leiknum með því að smella hér.

Breiðablik og ÍBV gerðu svo markalaust jafntefli í Eyjum en Gísli Eyjólfsson klúðraði vítaspyrnu. Sjáðu það helsta úr leiknum hér en vítaspyrnuklúðrið má sjá eftir rúma mínútu í spilaranum.

Pepsi-mörkin verða á dagskrá Stöðvar 2 Sports á mánudagskvöldið klukkan 21.00 en umferðinni lýkur með leik Fylkis og Víkings á mánudagskvöldið sem verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.