Í beinni: Björgunaraðgerðir halda áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2018 05:00 Tveir kafarar munu fylgja hverjum dreng út úr hellinum. Vísir/AFP Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. Í dag tókst köfurum að bjarga fjórum drengjum til viðbótar þeim fjórum sem var bjargað í gær. Á morgun stendur til að sækja þá fjóra sem eftir eru auk þjálfarans. Aðgerðirnar hafa gengið vonum framar en aðstæður eru gríðarlega erfiðar eins og greint hefur verið frá síðustu daga. Sjónarvottar segja að drengirnir hafi allir verið í kafarabúningum og með andlitsgrímur þegar þeir komu upp og voru færðir um borð í þyrlu sem beið þess að fara með þá á sjúkrahús. Áherslan færist nú yfir á að hlúa að drengjunum bæði líkamlega og sálfræðilega. Búist er við að þeir geti þjáðst af næringarskorti, áfallastreituröskun og hafi orðið fyrir einhverjum súrefnisskorti.Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi eins og sjá má hér að neðan.
Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. Í dag tókst köfurum að bjarga fjórum drengjum til viðbótar þeim fjórum sem var bjargað í gær. Á morgun stendur til að sækja þá fjóra sem eftir eru auk þjálfarans. Aðgerðirnar hafa gengið vonum framar en aðstæður eru gríðarlega erfiðar eins og greint hefur verið frá síðustu daga. Sjónarvottar segja að drengirnir hafi allir verið í kafarabúningum og með andlitsgrímur þegar þeir komu upp og voru færðir um borð í þyrlu sem beið þess að fara með þá á sjúkrahús. Áherslan færist nú yfir á að hlúa að drengjunum bæði líkamlega og sálfræðilega. Búist er við að þeir geti þjáðst af næringarskorti, áfallastreituröskun og hafi orðið fyrir einhverjum súrefnisskorti.Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi eins og sjá má hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27