Enski boltinn

Aron Einar búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Cardiff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun spila með Cardiff Citu í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Aron Einar er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við velska félagið en hann rann út á samning í sumar og var ekki viss um hvort hann yrði áfram hjá Cardiff.

Þetta er staðfest á heimasíðu Cardiff City sem og á samfélagsmiðlum félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.
„Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Cardiff-treyjunni á nýjan leik og vera fulltrú höfuðborgar Wales í ensku úrvalsdeildinni,“ er haft eftir Aroni Einari.

Aron Einar er 29 ára gamall og hefur spilað með Cardiff City frá 2011. Hann spilaði með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14 en hin sex tímabil hans hjá félaginu hefur liðið spilað í b-deildinni.

Aron Einar hefur leikið alls 243 deildarleiki fyrir Cardiff City í báðum þessum deildum og skorað í þeim 24 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.