Aron Einar: Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 13:52 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson skrifaði undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Cardiff City í dag og verður því með velska félaginu í endurkomunni í ensku úrvalsdeildinni. Aron Einar var í viðtali á heimasíðu Cardiff City í dag. „Þetta hefur tekið sinn tíma en var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Aron Einar í viðtalinu við cardiffcityfc.co.uk. „Ég vildi alltaf spila hérna áfram og ég sagði stjóranum það þótt að ég talaði ekki mikið um það í fjölmiðlum. Ég vildi bara skila mínu starfi inn á vellinum,“ sagði Aron Einar. Hann meiddist skömmu fyrir HM en tókst með ótrúlegum dugnaði og vilja að koma sér aftur í gang fyrir HM í Rússlandi þar sem hann spilaði alla þrjá leiki íslenska landsliðsins. „Það var mikið og erfitt verkefni að koma til baka og ná að spila fyrir þjóð mína á HM og svo núna fyrir Cardiff. Eftir HM var forgangsatriði hjá mér að ganga frá þessum samningi og ég get ekki beðið eftir því að hitta félagana á ný,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með sumarið hjá Cardiff. @ronnimall: "I just can't wait to pull on the strip again to represent the capital of Wales in the @premierleague."#CityAsOnepic.twitter.com/Txa57C64cs — Cardiff City FC (@CardiffCityFC) July 9, 2018 „Eigandinn og stjórinn eiga hrós skilið. Þeir hafa unnið gott starf í að styrkja liðið og ég sé að þetta hafi verið góð kaup. Þetta er allt að smella saman nú þegar leikmenn sem hafa verið í liðinu eru að ganga frá sínum málum líka,“ sagði Aron Einar sem hefur sterkar taugar til borgarinnar. „Litli strákurinn minn fæddist í Cardiff og ég hef gengið í gegnum margt með þessum klúbbi og þessum stuðningsmönnum. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Cardiff-treyjunni á nýjan leik og vera fulltrú höfuðborgar Wales í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Aron.Aron skrifaði undir samninginn á heimavelli sínum í Þorpinu í Akureyri, á Þórsvelli eins og sjá má að neðan. I have extended my contract with @cardiffcityfc for another year, cant wait to put on the #bluebirds shirt again not your typical "ive signed pictures" but i made sure my family was there, shaking my dads hand and at my childhood club where it all began @krisjfitness @thor_fotbolti @cardiffcityfc cant wait to start pre season next week A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on Jul 9, 2018 at 6:54am PDT Enski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Cardiff Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun spila með Cardiff Citu í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. 9. júlí 2018 13:38 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson skrifaði undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Cardiff City í dag og verður því með velska félaginu í endurkomunni í ensku úrvalsdeildinni. Aron Einar var í viðtali á heimasíðu Cardiff City í dag. „Þetta hefur tekið sinn tíma en var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Aron Einar í viðtalinu við cardiffcityfc.co.uk. „Ég vildi alltaf spila hérna áfram og ég sagði stjóranum það þótt að ég talaði ekki mikið um það í fjölmiðlum. Ég vildi bara skila mínu starfi inn á vellinum,“ sagði Aron Einar. Hann meiddist skömmu fyrir HM en tókst með ótrúlegum dugnaði og vilja að koma sér aftur í gang fyrir HM í Rússlandi þar sem hann spilaði alla þrjá leiki íslenska landsliðsins. „Það var mikið og erfitt verkefni að koma til baka og ná að spila fyrir þjóð mína á HM og svo núna fyrir Cardiff. Eftir HM var forgangsatriði hjá mér að ganga frá þessum samningi og ég get ekki beðið eftir því að hitta félagana á ný,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með sumarið hjá Cardiff. @ronnimall: "I just can't wait to pull on the strip again to represent the capital of Wales in the @premierleague."#CityAsOnepic.twitter.com/Txa57C64cs — Cardiff City FC (@CardiffCityFC) July 9, 2018 „Eigandinn og stjórinn eiga hrós skilið. Þeir hafa unnið gott starf í að styrkja liðið og ég sé að þetta hafi verið góð kaup. Þetta er allt að smella saman nú þegar leikmenn sem hafa verið í liðinu eru að ganga frá sínum málum líka,“ sagði Aron Einar sem hefur sterkar taugar til borgarinnar. „Litli strákurinn minn fæddist í Cardiff og ég hef gengið í gegnum margt með þessum klúbbi og þessum stuðningsmönnum. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Cardiff-treyjunni á nýjan leik og vera fulltrú höfuðborgar Wales í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Aron.Aron skrifaði undir samninginn á heimavelli sínum í Þorpinu í Akureyri, á Þórsvelli eins og sjá má að neðan. I have extended my contract with @cardiffcityfc for another year, cant wait to put on the #bluebirds shirt again not your typical "ive signed pictures" but i made sure my family was there, shaking my dads hand and at my childhood club where it all began @krisjfitness @thor_fotbolti @cardiffcityfc cant wait to start pre season next week A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on Jul 9, 2018 at 6:54am PDT
Enski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Cardiff Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun spila með Cardiff Citu í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. 9. júlí 2018 13:38 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Aron Einar búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Cardiff Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun spila með Cardiff Citu í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. 9. júlí 2018 13:38