New York í mál við Bandaríkjastjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:06 New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Vísir/getty New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51