Erlent

Fjölbragðaglímukappinn Big Van Vader fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Big Van Vader varð 63 ára gamall.
Big Van Vader varð 63 ára gamall. Vísir/Getty
Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Leon White, sem best er þekktur undir nafninu Big Van Vader, eða einfaldlega Vader, er látinn, 63 ára að aldri.

Sonur Vader greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Sagði hann föður sinn hafa fengið alvarlega lungnabólgu fyrir um mánuði og hann glímt hetjulega við veikindin en að á mánudag hafi hjarta hans látið undan.

Vader var lengi vel ein af helstu stjörnum WWE (World Wrestling Entertainment). Í frétt BBC  kemur fram að hann hafi verið mikill að vexti, 1,93 á hæð, og þekktur fyrir glímubrögð sín í lofti.

Vader birtist einnig í stöku sjónvarpsþáttum, meðal annars Baywatch-þáttunum og Boy Meets World.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×