Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:15 Í skýrslunni, sem ber heitið "Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. vísir/getty Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28