Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:15 Í skýrslunni, sem ber heitið "Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. vísir/getty Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samtökin hafa gefið út skýrslu sem þau segja sanna glæpi hersins gegn minnihlutahópi Róhingja í Myanmar. Í skýrslunni, sem ber heitið „Við munum eyðileggja allt,“ kemur fram að hermenn hafi ofsótt Róhingja í þorpum þeirra, nauðgað þeim, pyntað og drepið. „Þjóðernishreinsunum á Róhingjum var náð með stöðugri og skipulagðri aðför að þeim þar sem her Myanmar tóku þúsundir Róhingja af lífi án dóms og laga, þar á meðal ung börn,“ segir í skýrslu Amnesty. Víðtæk og skipulögð árás gegn Róhingjum Herinn hafi beitt kynferðisofbeldi, pyntingum og brennt markaði og ræktarlönd svo Róhingjar neyddust til að flýja heimkynni sín. „Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum, þar sem glæpirnir voru framdir sem hluti af víðtækri og skipulagðri árás gegn Róhingjum.“ Herinn í Myanmar hefur ekki brugðist við skýrslunni enn sem komið, að því er segir í frétt BBC, en hefur hingað til alltaf neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir og að hafa beitt miklu herafli gegn Róhingjum. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum.vísir/getty 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Um 700 þúsund Róhingjar hafa flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra.vísir/getty Tóku meira en 400 viðtöl við gerð skýrslunnar Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. Skýrslan er byggð á meira en 400 viðtölum sem tekin voru í Myanmar og Bangladess, gervihnattamyndum, réttarmeinafræðilegum greiningum og leynilegum herskjölum. Róhingjar eru minnihlutahópur í Myanmar og er stærsti hópur múslima í landinu. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu. Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Áður en ofsóknir gegn þeim hófust bjuggu um milljón Róhingjar í Myanmar, flestir í Rakhine-héraði.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28