Íslenski boltinn

Rasmus tvíbrotinn og fór í aðgerð í morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rasmus Christiansen í leik með Val.
Rasmus Christiansen í leik með Val. Vísir/Daníel

Rasmus Christiansen, sem var borinn af velli í leik ÍBV og Vals, í gær er tvífótbrotinn og var fluttur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gærkvöldi. Hann gekkst svo undir aðgerð í morgun.

Það mátti sjá strax á viðbrögðum annarra leikmanna í leiknum í gær að meiðsli hans væru alvarleg eftir að hann lenti í samstuði við Sigurð Grétar Benónýsson. Blaðamaður Vísis á leiknum í gær sagði í umfjöllun sinni um leikinn að það hafi mátt heyra smellinn um allt svæðið, þegar Rasmus brotnaði.

Enn er eðlilega óljóst hvenær Rasmus muni snúa aftur á knattspyrnuvöllinn en þrír og hálfur mánuður eru eftir af tímabilinu í Pepsi-deild karla.

Rasmus hefur komið við sögu í öllum leikjum Vals í Pepsi-deildinni til þessa nema einum. Hann á að baki meira en 100 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur spilað með Val, ÍBV og KR hér á landi.

Valur hafði betur í leiknum í gær, 1-0, með marki Kristins Freys Sigurðssonar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.