Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 23:28 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Vísir/AFP Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Umræddar aðgerðir landamæralögreglu eru afleiðing strangrar stefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í innflytjendamálum, sem hefur verið harðlega gagnrýnd.Sjá einnig: Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Talið er að á síðustu sex vikum hafi komið upp yfir 2000 tilfelli þar sem börn eru aðskilin frá foreldrum sínum við inngöngu í Bandaríkin frá Mexíkó. Foreldrarnir, sem teljast ólöglegir innflytjendur, eru hnepptir í varðhald og sóttir til saka þegar þeir freista þess að komast yfir landamærin með fjölskyldur sínar. Börn þessara innflytjenda eru nú upp á bandarísk yfirvöld komin og skipta þau hundruðum, að því er segir í frétt BBC. Í yfirlýsingu frá talskonu Melaniu Trump segir að forsetafrúnni sé meinilla við að börn séu tekin frá foreldrum sínum á þennan hátt. Þá vonast hún til þess að þverpólitísk sátt náist um málið. Eiginmaður hennar Bandaríkjaforseti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins en sjálfur kennir hann lögum „sem Demókratar gáfu okkur“ um ástandið. Ekki er ljóst hvað forsetinn á við með þeirri staðhæfingu. Í gær hvatti Trump Demókrata og Repúblikana til samstarfs. Þannig mætti knýja fram umbætur í málinu, að því er segir í færslu forsetans á Twitter.Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Chrissy Teigen heldur áfram að skjóta á forsetann á Twitter. 15. júní 2018 13:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Umræddar aðgerðir landamæralögreglu eru afleiðing strangrar stefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í innflytjendamálum, sem hefur verið harðlega gagnrýnd.Sjá einnig: Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Talið er að á síðustu sex vikum hafi komið upp yfir 2000 tilfelli þar sem börn eru aðskilin frá foreldrum sínum við inngöngu í Bandaríkin frá Mexíkó. Foreldrarnir, sem teljast ólöglegir innflytjendur, eru hnepptir í varðhald og sóttir til saka þegar þeir freista þess að komast yfir landamærin með fjölskyldur sínar. Börn þessara innflytjenda eru nú upp á bandarísk yfirvöld komin og skipta þau hundruðum, að því er segir í frétt BBC. Í yfirlýsingu frá talskonu Melaniu Trump segir að forsetafrúnni sé meinilla við að börn séu tekin frá foreldrum sínum á þennan hátt. Þá vonast hún til þess að þverpólitísk sátt náist um málið. Eiginmaður hennar Bandaríkjaforseti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins en sjálfur kennir hann lögum „sem Demókratar gáfu okkur“ um ástandið. Ekki er ljóst hvað forsetinn á við með þeirri staðhæfingu. Í gær hvatti Trump Demókrata og Repúblikana til samstarfs. Þannig mætti knýja fram umbætur í málinu, að því er segir í færslu forsetans á Twitter.Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Chrissy Teigen heldur áfram að skjóta á forsetann á Twitter. 15. júní 2018 13:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Chrissy Teigen heldur áfram að skjóta á forsetann á Twitter. 15. júní 2018 13:45