Trump hættur við að hitta Kim Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 13:55 Donald Trump og Kim Jong-un. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. Í bréfinu segir Trump að ástæðuna á bak við þessa ákvörðun vera reiði og fjandsemi Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna á undanförnum dögum. „Ég hlakkaði mjög til þess að vera þarna með þér. Hins vegar, vegna þeirrar gífurlegu reiði og fjandsemi sem birst hefur í nýlegum yfirlýsingum þínum, tel ég ekki við hæfi að fundurinn fari fram að svo stöddu,“ skrifar Trump í bréfið, sem sjá má hér að neðan. Í gær lýstu yfirvöld Norður-Kóreu því yfir að Bandaríkin þyrftu að ákveða hvort þeir myndu mæta Norður-Kóreu við samningaborðið eða í einhvers konar kjarnorkuvopnaeinvígi. Trump tekur einnig fram að yfirvöld Norður-Kóreu hafi stært sig af kjarnorkuvopnum sínum á síðustu misserum en segir kjarnorkuvopn Bandaríkjanna vera svo kraftmikil að hann biðji til guðs um að þeim verði aldrei beitt. Þá þakkar Trump Kim fyrir þær „frábæru“ viðræður sem hafi átt sér stað á milli ríkjanna og fyrir að hafa sleppt þremur bandarískum föngum úr haldi í Norður-Kóreu. Trump segir einnig í bréfinu að ef Kim skipti um skoðun geti hann ávalt hringt í Trump eða sent honum bréf. Allur heimurinn og sérstaklega Norður-Kórea hafi misst af góðu tækifæri á frið og vegsemd.Bréfið má sjá hér að neðan.A letter from the President to Chairman Kim Jong Un: "It is inappropriate, at this time, to have this long-planned meeting." pic.twitter.com/3dDIp55xu1— The White House (@WhiteHouse) May 24, 2018 Kom öllum á óvart Trump kom gervallri heimsbyggðinni á óvart í mars þegar þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, Chung Eui-yong, færði forsetanum fundarboð beint frá Norður-Kóreu. Án þess að ræða við ráðgjafa sína játaði Trump og sagði hann Chung að tilkynna blaðamönnum um ákvörðun sína fyrir utan Hvíta húsið. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Leiðtogar ríkjanna hafa aldrei fundað en yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi sem þessum með það markmið í huga að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sjá einnig: Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Eftir jákvæð samskipti ríkjanna á undanförnum vikum breyttist tóninn frá Norður-Kóreu sem þvertók fyrir að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Hafa yfirlýsingar þeirra setta fundinn í uppnám. Nú í morgun sögðust yfirvöld Norður-Kóreu þó hafa lokað kjarnorkuvopnatilraunastað sínum við Punggye-ri og fengu erlendir blaðamenn að fylgjast með athöfninni. Sérfræðinar segjast þó vissir um að göngin þar sem minnst sex kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar, hafi þegar verið hrunin að miklu leyti og ekki væri lengur hægt að notast við þau. Það hafi gerst við síðustu tilraunasprengingu Norður-Kóreu í september. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Leggja línurnar fyrir Singapúr Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. 22. maí 2018 05:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Trump reynir að lægja öldurnar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. Í bréfinu segir Trump að ástæðuna á bak við þessa ákvörðun vera reiði og fjandsemi Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna á undanförnum dögum. „Ég hlakkaði mjög til þess að vera þarna með þér. Hins vegar, vegna þeirrar gífurlegu reiði og fjandsemi sem birst hefur í nýlegum yfirlýsingum þínum, tel ég ekki við hæfi að fundurinn fari fram að svo stöddu,“ skrifar Trump í bréfið, sem sjá má hér að neðan. Í gær lýstu yfirvöld Norður-Kóreu því yfir að Bandaríkin þyrftu að ákveða hvort þeir myndu mæta Norður-Kóreu við samningaborðið eða í einhvers konar kjarnorkuvopnaeinvígi. Trump tekur einnig fram að yfirvöld Norður-Kóreu hafi stært sig af kjarnorkuvopnum sínum á síðustu misserum en segir kjarnorkuvopn Bandaríkjanna vera svo kraftmikil að hann biðji til guðs um að þeim verði aldrei beitt. Þá þakkar Trump Kim fyrir þær „frábæru“ viðræður sem hafi átt sér stað á milli ríkjanna og fyrir að hafa sleppt þremur bandarískum föngum úr haldi í Norður-Kóreu. Trump segir einnig í bréfinu að ef Kim skipti um skoðun geti hann ávalt hringt í Trump eða sent honum bréf. Allur heimurinn og sérstaklega Norður-Kórea hafi misst af góðu tækifæri á frið og vegsemd.Bréfið má sjá hér að neðan.A letter from the President to Chairman Kim Jong Un: "It is inappropriate, at this time, to have this long-planned meeting." pic.twitter.com/3dDIp55xu1— The White House (@WhiteHouse) May 24, 2018 Kom öllum á óvart Trump kom gervallri heimsbyggðinni á óvart í mars þegar þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, Chung Eui-yong, færði forsetanum fundarboð beint frá Norður-Kóreu. Án þess að ræða við ráðgjafa sína játaði Trump og sagði hann Chung að tilkynna blaðamönnum um ákvörðun sína fyrir utan Hvíta húsið. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Leiðtogar ríkjanna hafa aldrei fundað en yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi sem þessum með það markmið í huga að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sjá einnig: Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Eftir jákvæð samskipti ríkjanna á undanförnum vikum breyttist tóninn frá Norður-Kóreu sem þvertók fyrir að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Hafa yfirlýsingar þeirra setta fundinn í uppnám. Nú í morgun sögðust yfirvöld Norður-Kóreu þó hafa lokað kjarnorkuvopnatilraunastað sínum við Punggye-ri og fengu erlendir blaðamenn að fylgjast með athöfninni. Sérfræðinar segjast þó vissir um að göngin þar sem minnst sex kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar, hafi þegar verið hrunin að miklu leyti og ekki væri lengur hægt að notast við þau. Það hafi gerst við síðustu tilraunasprengingu Norður-Kóreu í september.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Leggja línurnar fyrir Singapúr Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. 22. maí 2018 05:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Trump reynir að lægja öldurnar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Leggja línurnar fyrir Singapúr Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. 22. maí 2018 05:37
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00
Trump reynir að lægja öldurnar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. 18. maí 2018 06:00