Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 19:21 Kim Yong-chol ásamt Ivönku Trump á vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun þegar hann mætir á fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kim er fyrrverandi njósnari og einn af helstu ráðgjöfum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og spilar hann stórt hlutverk í skipulagningu mögulegs fundar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un. Trump sagði frá komu Kim Yong-chol til Bandaríkjanna í dag og þakkaði yfirvöldum Norður-Kóreu fyrir góð viðbrögð við bréfi hans í síðustu viku, þar sem Trump lýsti því yfir að hann væri hættur við að hitta Kim Jong-un.We have put a great team together for our talks with North Korea. Meetings are currently taking place concerning Summit, and more. Kim Young Chol, the Vice Chairman of North Korea, heading now to New York. Solid response to my letter, thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2018 Fréttaveitan Yonhap frá Suður-Kóreu hefur heimildir fyrir því að Kim Yong-chol muni fljúga til Bandaríkjanna á morgun eftir fund með embættismönnum í Kína í dag. Síðasti háttsetti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðaðist til Bandaríkjanna var Myong Rok sem hitti Bill Clinton í Hvíta húsinu árið 2000.Kim Yong-chol er varaformaður landsnefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Reuters segja hann hafa spilað stórt hlutverk í viðræðum Norður-Kóreu við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Hann hefur sinnt mörgum stöðum í einræðisríkinu og er sagður einn valdamesti maður þess.Meðal annars var hann yfirmaður stærstu leyniþjónustu Norður-Kóreu og hefur hann verið einn af æðstu yfirmönnum leyniþjónusta ríkisins í nærri því þrjátíu ár. þar að auki var hann lífvörður Kim Jong-il, fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu og föður Kim Jong-un. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa sakað Kim um að skipuleggja árásir á herskip Suður-Kóreu og eyju árið 201 og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa tengt hann við tölvuárásina á Sony Pictures árið 2014. Bandaríkin hafa tvisvar sinnum beitt hann viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu. Fyrst árið 2010 og síðan árið 2016. Það er því ljóst að hann hefur fengið undanþágu til að geta ferðast til Bandaríkjanna. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun þegar hann mætir á fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kim er fyrrverandi njósnari og einn af helstu ráðgjöfum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og spilar hann stórt hlutverk í skipulagningu mögulegs fundar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un. Trump sagði frá komu Kim Yong-chol til Bandaríkjanna í dag og þakkaði yfirvöldum Norður-Kóreu fyrir góð viðbrögð við bréfi hans í síðustu viku, þar sem Trump lýsti því yfir að hann væri hættur við að hitta Kim Jong-un.We have put a great team together for our talks with North Korea. Meetings are currently taking place concerning Summit, and more. Kim Young Chol, the Vice Chairman of North Korea, heading now to New York. Solid response to my letter, thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2018 Fréttaveitan Yonhap frá Suður-Kóreu hefur heimildir fyrir því að Kim Yong-chol muni fljúga til Bandaríkjanna á morgun eftir fund með embættismönnum í Kína í dag. Síðasti háttsetti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðaðist til Bandaríkjanna var Myong Rok sem hitti Bill Clinton í Hvíta húsinu árið 2000.Kim Yong-chol er varaformaður landsnefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Reuters segja hann hafa spilað stórt hlutverk í viðræðum Norður-Kóreu við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Hann hefur sinnt mörgum stöðum í einræðisríkinu og er sagður einn valdamesti maður þess.Meðal annars var hann yfirmaður stærstu leyniþjónustu Norður-Kóreu og hefur hann verið einn af æðstu yfirmönnum leyniþjónusta ríkisins í nærri því þrjátíu ár. þar að auki var hann lífvörður Kim Jong-il, fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu og föður Kim Jong-un. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa sakað Kim um að skipuleggja árásir á herskip Suður-Kóreu og eyju árið 201 og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa tengt hann við tölvuárásina á Sony Pictures árið 2014. Bandaríkin hafa tvisvar sinnum beitt hann viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu. Fyrst árið 2010 og síðan árið 2016. Það er því ljóst að hann hefur fengið undanþágu til að geta ferðast til Bandaríkjanna.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira