Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 19:21 Kim Yong-chol ásamt Ivönku Trump á vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun þegar hann mætir á fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kim er fyrrverandi njósnari og einn af helstu ráðgjöfum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og spilar hann stórt hlutverk í skipulagningu mögulegs fundar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un. Trump sagði frá komu Kim Yong-chol til Bandaríkjanna í dag og þakkaði yfirvöldum Norður-Kóreu fyrir góð viðbrögð við bréfi hans í síðustu viku, þar sem Trump lýsti því yfir að hann væri hættur við að hitta Kim Jong-un.We have put a great team together for our talks with North Korea. Meetings are currently taking place concerning Summit, and more. Kim Young Chol, the Vice Chairman of North Korea, heading now to New York. Solid response to my letter, thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2018 Fréttaveitan Yonhap frá Suður-Kóreu hefur heimildir fyrir því að Kim Yong-chol muni fljúga til Bandaríkjanna á morgun eftir fund með embættismönnum í Kína í dag. Síðasti háttsetti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðaðist til Bandaríkjanna var Myong Rok sem hitti Bill Clinton í Hvíta húsinu árið 2000.Kim Yong-chol er varaformaður landsnefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Reuters segja hann hafa spilað stórt hlutverk í viðræðum Norður-Kóreu við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Hann hefur sinnt mörgum stöðum í einræðisríkinu og er sagður einn valdamesti maður þess.Meðal annars var hann yfirmaður stærstu leyniþjónustu Norður-Kóreu og hefur hann verið einn af æðstu yfirmönnum leyniþjónusta ríkisins í nærri því þrjátíu ár. þar að auki var hann lífvörður Kim Jong-il, fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu og föður Kim Jong-un. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa sakað Kim um að skipuleggja árásir á herskip Suður-Kóreu og eyju árið 201 og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa tengt hann við tölvuárásina á Sony Pictures árið 2014. Bandaríkin hafa tvisvar sinnum beitt hann viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu. Fyrst árið 2010 og síðan árið 2016. Það er því ljóst að hann hefur fengið undanþágu til að geta ferðast til Bandaríkjanna. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun þegar hann mætir á fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kim er fyrrverandi njósnari og einn af helstu ráðgjöfum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og spilar hann stórt hlutverk í skipulagningu mögulegs fundar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un. Trump sagði frá komu Kim Yong-chol til Bandaríkjanna í dag og þakkaði yfirvöldum Norður-Kóreu fyrir góð viðbrögð við bréfi hans í síðustu viku, þar sem Trump lýsti því yfir að hann væri hættur við að hitta Kim Jong-un.We have put a great team together for our talks with North Korea. Meetings are currently taking place concerning Summit, and more. Kim Young Chol, the Vice Chairman of North Korea, heading now to New York. Solid response to my letter, thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2018 Fréttaveitan Yonhap frá Suður-Kóreu hefur heimildir fyrir því að Kim Yong-chol muni fljúga til Bandaríkjanna á morgun eftir fund með embættismönnum í Kína í dag. Síðasti háttsetti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðaðist til Bandaríkjanna var Myong Rok sem hitti Bill Clinton í Hvíta húsinu árið 2000.Kim Yong-chol er varaformaður landsnefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Reuters segja hann hafa spilað stórt hlutverk í viðræðum Norður-Kóreu við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Hann hefur sinnt mörgum stöðum í einræðisríkinu og er sagður einn valdamesti maður þess.Meðal annars var hann yfirmaður stærstu leyniþjónustu Norður-Kóreu og hefur hann verið einn af æðstu yfirmönnum leyniþjónusta ríkisins í nærri því þrjátíu ár. þar að auki var hann lífvörður Kim Jong-il, fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu og föður Kim Jong-un. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa sakað Kim um að skipuleggja árásir á herskip Suður-Kóreu og eyju árið 201 og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa tengt hann við tölvuárásina á Sony Pictures árið 2014. Bandaríkin hafa tvisvar sinnum beitt hann viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu. Fyrst árið 2010 og síðan árið 2016. Það er því ljóst að hann hefur fengið undanþágu til að geta ferðast til Bandaríkjanna.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira