Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 09:51 Sádar verja miklu hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til hernaðar en nokkurt annað ríki heims. Meira að segja Ísraelsmenn komast ekki í hálfkvist við Sáda í þeim efnum. Vísir/Getty Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa. Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa.
Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03