Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:32 Svona gæti framtíð hernaðar litið út og Google sá stóra möguleika í að framleiða gervigreind fyrir hernað. Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt þeim samningum harðlega og sagt hann ekki samræmast gildum fyrirtækis sem hafi haft það á stefnuskrá sinni frá fyrsta degi að fremja engin illskuverk. Tugir sögðu upp störfum vegna málsins og þúsundir annarra starfsmanna lögðu nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn hernaðarbrölti Google. Samningur fyrirtækisins við Bandaríkjaher rennur út í mars næstkomandi og stjórnendur segja að hann verði ekki endurnýjaður. Vefsíðan Gizmodo, sem birtir fréttir úr tæknigeiranum, segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að samstarfsverkefni Google og hersins lifi enn góðu lífi og fyrirtækið hafi ekki útilokað að hasla sér völl á sviði hernaðartækni í framtíðinni. Tilgangurinn með verkefninu er að kenna tölvum að þekkja fólk, byggingar og hluti sem birtast á skynjurum ómannaðra flygilda. Gervigreindin geti þannig hjálpað við að velja skotmörk. Í opnu bréfi sem var undirritað af meira en fjögur þúsund starfsmönnum Google segir að fyrirtækið hafi virt siðferðislegar og samfélagslegar skyldur sínar að vettugi með því að taka þátt í slíku verkefni. Þá muni það skaða trúverðugleika Google til lengri tíma. Í annarri frétt Gizmodo segir að fréttamenn hafi undir höndum tölvupósta sem sýni innri samskipti hátt settra stjórnenda um þetta afar umdeilda hernaðarverkefni. Samkvæmt þeim póstum voru margir stjórnendur uggandi yfir því hvaða áhrif það hefði á almenningsálit ef nafn Google væri tengt gervigreindarhernaði. Aðrir hafi hins vegar bent á mikla tekjumöguleika í hergagnaiðnaðinum og þau sjónarmið urðu á endanum ofan á. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt þeim samningum harðlega og sagt hann ekki samræmast gildum fyrirtækis sem hafi haft það á stefnuskrá sinni frá fyrsta degi að fremja engin illskuverk. Tugir sögðu upp störfum vegna málsins og þúsundir annarra starfsmanna lögðu nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn hernaðarbrölti Google. Samningur fyrirtækisins við Bandaríkjaher rennur út í mars næstkomandi og stjórnendur segja að hann verði ekki endurnýjaður. Vefsíðan Gizmodo, sem birtir fréttir úr tæknigeiranum, segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að samstarfsverkefni Google og hersins lifi enn góðu lífi og fyrirtækið hafi ekki útilokað að hasla sér völl á sviði hernaðartækni í framtíðinni. Tilgangurinn með verkefninu er að kenna tölvum að þekkja fólk, byggingar og hluti sem birtast á skynjurum ómannaðra flygilda. Gervigreindin geti þannig hjálpað við að velja skotmörk. Í opnu bréfi sem var undirritað af meira en fjögur þúsund starfsmönnum Google segir að fyrirtækið hafi virt siðferðislegar og samfélagslegar skyldur sínar að vettugi með því að taka þátt í slíku verkefni. Þá muni það skaða trúverðugleika Google til lengri tíma. Í annarri frétt Gizmodo segir að fréttamenn hafi undir höndum tölvupósta sem sýni innri samskipti hátt settra stjórnenda um þetta afar umdeilda hernaðarverkefni. Samkvæmt þeim póstum voru margir stjórnendur uggandi yfir því hvaða áhrif það hefði á almenningsálit ef nafn Google væri tengt gervigreindarhernaði. Aðrir hafi hins vegar bent á mikla tekjumöguleika í hergagnaiðnaðinum og þau sjónarmið urðu á endanum ofan á.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira