Íslenski boltinn

Gísli og Sito verðlaunaðir í Pepsimörkunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson. S2 Sport

Blikinn Gísli Eyjólfsson og Grindvíkingurinn Jose Sito Seoane voru verðlaunaðir af Pepsimörkunum í gær. Þeir fengu tvö fyrstu einstaklingsverðlaun sumarsins hjá Stöð 2 Sport.

Þeir Gísli og Sito urðu efstir í kosningu á Vísi þar sem lesendur fengu tækifæri að kjósa um besta leikmann og besta markið í Pepsi-deild karla í apríl og maí.

Gísli var allt í öllu í liði Breiðabliks sem byrjaði tímabilið mjög vel. Hann hlaut 53 prósent atkvæða en annar var Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson með 34 prósent.

Jose Sito Seoane fékk 41 prósent atkvæða í kosningunni á besta marki Pepsi-deildar karla í apríl og maí. Hann skoraði þetta mark með skoti beint úr aukaspyrnu á móti Íslandsmeiturum Vals og tryggði Grindavík með því 2-1 sigur.

Mark Keflvíkingsins Frans Elvarssonar á móti Stjörnunni varð í öðru sæti með 30 prósent en fékk aðeins einu prósenti meira en mark Almars Ormarssonar fyrir Fjölni á móti Keflavík.

Hér fyrir neðan má sjá þá félaga fá verðlaun sín.

Besti leikmaðurinn í apríl-maí 2018

Besta markið í apríl-maí 2018Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.