Erlent

Vísbendingar um spennu milli Assad-liða

Samúel Karl Ólason skrifar
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AP

Flutningur rússneskra hermanna nærri landamærum Sýrlands og Líbanon hefur varpað ljósi á mögulega spennu milli bandamanna Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hermennirnir settu upp þrjár eftirlitsstöðvar nærri landamærunum á yfirráðasvæði Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem studd eru af Íran. Rússarnir yfirgáfu svæðið einunis einum degi eftir að hafa komið sér fyrir þar.

Hezbollah og stjórnarher Sýrlands hafa haldið bænum Qusair frá árinu 2013, þegar Hezbollah opinberaði aðkomu sína að styrjöldinni í Sýrlandi og tók bæinn af uppreisnarmönnum.

Í samtali við AP fréttaveituna segir einn af yfirmönnum „Axis of Resistance“ hópanna svokölluðu að Rússar hafi sent hermennina þangað án þess að láta vita af því. Axis of Resistance hóparnir eru leiddir af Íran og innihalda Hezbollah, Íranska hermenn, stjórnarherinn og aðra vígahópa sem berjast fyrir Assad.

„Það væri betra ef þeir myndu ekki snúa aftur. Þeir hafa ekkert að gera hér. Íslamska ríkið er ekki hérna eða aðrir hryðjuverkahópar. Með hverju vildu þeir fylgjast?“

Aðspurður hvort spenna hefði myndast á milli Hezbollah og Rússa neitaði hann að svara.

Ísraelsher hefur verið að gera loftárásir gegn Íran og Hezbollah á svæðinu en Ísrael og Íran eru miklir andstæðingar. Á sama tíma er samband Ísrael og Rússlands mjög gott. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heimsótt Rússlands margsinnis á undanförnum tveimur árum og nú síðast í síðasta mánuði. Rússar munu hafa reynt að miðla á milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hins vegar til að fá þá til að yfigefa svæðið nærri landamærum Ísrael.


Tengdar fréttir

Skiptast á árásum í Sýrlandi

Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.