Erlent

Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun

Kjartan Kjartansson skrifar
Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna. Hann hefur nú verið ákærður fyrir brot gegn tveimur konum.
Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna. Hann hefur nú verið ákærður fyrir brot gegn tveimur konum. Vísir/AP

Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Harvey Weinstein vegna nauðgunar og kynferðisbrota. Kvikmyndaframleiðandinn hefur verið sakaður um fjölda kynferðisbrota undanfarna mánuði og var handtekinn í síðustu viku.

CNN-fréttastöðin segir að Weinstein ætli að lýsa sig saklausan af ákærunni. Hann gengur laus gegn tíu milljón dollara tryggingu. Hann þarf hins vegar að bera GPS-tæki til að hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Weinstein má aðeins ferðast innan New York- og Connecticut-ríkja.

Brotin sem ákært er fyrir á Weinstein að hafa framið gegn tveimur konum árin 2013 og 2014. Rannsóknin stendur enn yfir, að sögn saksóknara.

Weinstein kom fyrir dómara á föstudag eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í New York.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×