Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:15 Í dag verður Zuckerberg gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica.. Vísir/EPA Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45