Erlent

Árásin í Parkland breytti litlu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vegfarandi leggur hér tuskudýr á skólalóð Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans þar sem 17 manns létust í skotárás um miðjan febrúarmánuð.
Vegfarandi leggur hér tuskudýr á skólalóð Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans þar sem 17 manns létust í skotárás um miðjan febrúarmánuð. Vísir/AFP
Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. Frá þessu greindi Reuters í gær og vísaði í nýja könnun sína.

Samkvæmt Reuters hefur stuðningur almennings við að herða löggjöf um skotvopn þokast upp á við undanfarin ár. Venjulega, þegar skólaskotárás er gerð, tekur stuðningurinn kipp áður en hann fer aftur niður í það hlutfall sem var fyrir árásina.

Hin nýja könnun sýnir 69 prósenta stuðning við að herða löggjöfina. Sú tala er, samkvæmt Reuters, svo gott sem sú sama og áður en árásin var gerð. Til samanburðar sögðust 75 prósent fylgjandi hertri löggjöf í lok mars í fyrstu könnuninni sem gerð var eftir árásina. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×