Engar vísbendingar um undanþágur til hergagnaflutninga með borgaralegum flugförum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 14:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Ráðuneyti hans stóð að könnuninni um undanþágur til hergagnaflutninga. vísir/valli Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur lokið könnun sinni á veitingu undanþága vegna flutninga á hergögnum með borgaralegum loftförum á árunum 2008-2017. Samkvæmt helstu niðurstöðum skýrslunnar eru engar vísbendingar um að íslensk stjórnvöld hafi veitt undanþágur til flutninga á hergögnum sem falla undir jarðsprengju- eða klasasprengjusamninga Sameinuðu þjóðanna. Gildir þetta bæði um flutninga um íslenskt yfirráðasvæði og um flutninga íslenskra flugrekenda. Þá hafa engar undanþágur verið veittar vegna flutninga á hergögnum til ríkja eða aðila sem íslensk stjórnvöld hafa framfylgt þvingunaraðgerðum gegn. Undanþágur hafa heldur ekki verið veittar í andstöðu við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt Vopnasölusáttmála Sameinuðu þjóðanna. Könnunin var gerð vegna fjölmiðlaumfjöllunar um vopnaflutning íslenska flugfélagsins Air Atlanta. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti áfangaskýrslu vegna sömu könnunar í apríl síðastliðnum. Annars vegar var um að ræða undanþágur til handa flugrekendum, hvar sem þeir eru skráðir í heiminum, vegna flutninga um íslenskt yfirráðasvæði og hins vegar undanþágur sem veittar hafa verið vegna flutninga íslenskra flugrekenda erlendis. Greiningin náði ekki til viðkomu eða yfirflugs svokallaðra ríkisfara en heimildir til handa slíkum loftförum hafa verið veittar af utanríkisráðuneytinu. Könnunin afmarkaðist því við flutninga með borgaralegum loftförum. Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur lokið könnun sinni á veitingu undanþága vegna flutninga á hergögnum með borgaralegum loftförum á árunum 2008-2017. Samkvæmt helstu niðurstöðum skýrslunnar eru engar vísbendingar um að íslensk stjórnvöld hafi veitt undanþágur til flutninga á hergögnum sem falla undir jarðsprengju- eða klasasprengjusamninga Sameinuðu þjóðanna. Gildir þetta bæði um flutninga um íslenskt yfirráðasvæði og um flutninga íslenskra flugrekenda. Þá hafa engar undanþágur verið veittar vegna flutninga á hergögnum til ríkja eða aðila sem íslensk stjórnvöld hafa framfylgt þvingunaraðgerðum gegn. Undanþágur hafa heldur ekki verið veittar í andstöðu við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt Vopnasölusáttmála Sameinuðu þjóðanna. Könnunin var gerð vegna fjölmiðlaumfjöllunar um vopnaflutning íslenska flugfélagsins Air Atlanta. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti áfangaskýrslu vegna sömu könnunar í apríl síðastliðnum. Annars vegar var um að ræða undanþágur til handa flugrekendum, hvar sem þeir eru skráðir í heiminum, vegna flutninga um íslenskt yfirráðasvæði og hins vegar undanþágur sem veittar hafa verið vegna flutninga íslenskra flugrekenda erlendis. Greiningin náði ekki til viðkomu eða yfirflugs svokallaðra ríkisfara en heimildir til handa slíkum loftförum hafa verið veittar af utanríkisráðuneytinu. Könnunin afmarkaðist því við flutninga með borgaralegum loftförum.
Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28