Almenningur leggur mál um bann við umskurði drengja fyrir danska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2018 19:56 Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira