Almenningur leggur mál um bann við umskurði drengja fyrir danska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2018 19:56 Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira