Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 19:21 Kim Yong-chol ásamt Ivönku Trump á vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun þegar hann mætir á fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kim er fyrrverandi njósnari og einn af helstu ráðgjöfum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og spilar hann stórt hlutverk í skipulagningu mögulegs fundar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un. Trump sagði frá komu Kim Yong-chol til Bandaríkjanna í dag og þakkaði yfirvöldum Norður-Kóreu fyrir góð viðbrögð við bréfi hans í síðustu viku, þar sem Trump lýsti því yfir að hann væri hættur við að hitta Kim Jong-un.We have put a great team together for our talks with North Korea. Meetings are currently taking place concerning Summit, and more. Kim Young Chol, the Vice Chairman of North Korea, heading now to New York. Solid response to my letter, thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2018 Fréttaveitan Yonhap frá Suður-Kóreu hefur heimildir fyrir því að Kim Yong-chol muni fljúga til Bandaríkjanna á morgun eftir fund með embættismönnum í Kína í dag. Síðasti háttsetti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðaðist til Bandaríkjanna var Myong Rok sem hitti Bill Clinton í Hvíta húsinu árið 2000.Kim Yong-chol er varaformaður landsnefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Reuters segja hann hafa spilað stórt hlutverk í viðræðum Norður-Kóreu við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Hann hefur sinnt mörgum stöðum í einræðisríkinu og er sagður einn valdamesti maður þess.Meðal annars var hann yfirmaður stærstu leyniþjónustu Norður-Kóreu og hefur hann verið einn af æðstu yfirmönnum leyniþjónusta ríkisins í nærri því þrjátíu ár. þar að auki var hann lífvörður Kim Jong-il, fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu og föður Kim Jong-un. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa sakað Kim um að skipuleggja árásir á herskip Suður-Kóreu og eyju árið 201 og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa tengt hann við tölvuárásina á Sony Pictures árið 2014. Bandaríkin hafa tvisvar sinnum beitt hann viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu. Fyrst árið 2010 og síðan árið 2016. Það er því ljóst að hann hefur fengið undanþágu til að geta ferðast til Bandaríkjanna. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun þegar hann mætir á fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Kim er fyrrverandi njósnari og einn af helstu ráðgjöfum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og spilar hann stórt hlutverk í skipulagningu mögulegs fundar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un. Trump sagði frá komu Kim Yong-chol til Bandaríkjanna í dag og þakkaði yfirvöldum Norður-Kóreu fyrir góð viðbrögð við bréfi hans í síðustu viku, þar sem Trump lýsti því yfir að hann væri hættur við að hitta Kim Jong-un.We have put a great team together for our talks with North Korea. Meetings are currently taking place concerning Summit, and more. Kim Young Chol, the Vice Chairman of North Korea, heading now to New York. Solid response to my letter, thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2018 Fréttaveitan Yonhap frá Suður-Kóreu hefur heimildir fyrir því að Kim Yong-chol muni fljúga til Bandaríkjanna á morgun eftir fund með embættismönnum í Kína í dag. Síðasti háttsetti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðaðist til Bandaríkjanna var Myong Rok sem hitti Bill Clinton í Hvíta húsinu árið 2000.Kim Yong-chol er varaformaður landsnefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Reuters segja hann hafa spilað stórt hlutverk í viðræðum Norður-Kóreu við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Hann hefur sinnt mörgum stöðum í einræðisríkinu og er sagður einn valdamesti maður þess.Meðal annars var hann yfirmaður stærstu leyniþjónustu Norður-Kóreu og hefur hann verið einn af æðstu yfirmönnum leyniþjónusta ríkisins í nærri því þrjátíu ár. þar að auki var hann lífvörður Kim Jong-il, fyrrverandi einræðisherra Norður-Kóreu og föður Kim Jong-un. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa sakað Kim um að skipuleggja árásir á herskip Suður-Kóreu og eyju árið 201 og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa tengt hann við tölvuárásina á Sony Pictures árið 2014. Bandaríkin hafa tvisvar sinnum beitt hann viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu. Fyrst árið 2010 og síðan árið 2016. Það er því ljóst að hann hefur fengið undanþágu til að geta ferðast til Bandaríkjanna.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira