Innlent

Ísland í 18. sæti á regnbogakortinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá gleðigöngunni sem farin er ár hvert í Reykjavík til að fagna fjölbreytileikanum. Alþjóðafulltrúi Samtakanna '78 segir að hér ríki stöðnun þegar kemur að réttindum hinsegin fólks.
Frá gleðigöngunni sem farin er ár hvert í Reykjavík til að fagna fjölbreytileikanum. Alþjóðafulltrúi Samtakanna '78 segir að hér ríki stöðnun þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. vísiR/stefán
Ísland er í 18. sæti á svokölluðu regnbogakorti sem ILGA-Europe-samtökin gefa út ár hvert en með kortinu er staða réttinda hinsegin fólks í Evrópu tekin saman.

Greint er frá málinu á vefnum GayIceland og rætt við Unnstein Jóhannsson, alþjóðafulltrúa Samtakanna ´78. Hann segir að Ísland standi í raun í stað á listanum þó að það falli um tvö sæti; fari úr því sextánda í 18.-20.

Hann segir þetta ekki koma á óvart þar sem engar lagabreytingar hafa verið gerðar síðastliðið ár á þeim þáttum sem regnbogakortið tekur til.

Unnsteinn segir að Ísland sé ekki að tapa neinum stigum heldur sé hér stöðnun þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Á meðan séu aðrar Evrópuþjóðir að sækja fram í þessum málum.

Nánar má lesa um málið á vef GayIceland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×