Framlag ríkisins til Samtakanna ´78 tvöfaldað Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2018 07:42 Ásmundur Einar Daðason og Daníel E. Arnarsson við undirritun samningsins. velferðarráðuneytið Ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 verður eflt í samræmi við áherslur stjórnvalda um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Daníel E. Arnarsson, framkvæmdasstjóri samtakanna hafa undirritað þjónustusamning þessa efnis.Á vef stjórnarráðsins segir að í samningunum sé fjallað um þó fræðslu og þjónustu sem Samtökin ´78 munu annast fyrir fjárframlag velferðarráðuneytisins. Samkvæmt þjónustusamningnum fá Samtökin ´78 greiddar 12 milljónir króna á þessu ári til að sinna þeim verkefnum sem tilgreind eru. Enn fremur hefur verið ákveðið að velferðarráðuneytið og samtökin vinni sameiginlega að því að endurskoða framlög til samtakanna með það að markmiði að opinber stuðningur verði sambærilegur því sem tíðkast gagnvart systursamtökum þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Markmiðið sé meðal annars að skapa hinseginvænt samfélag og auka sýnileika hinsegin fólks, eins og það er orðað á vef stjórnarráðsins. Til þess að ná því markmiði munu samtökin meðal annars veita sérstaka ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks, jafnt fyrir hlutaðeigandi einstaklinga, aðstandendur þeirra og fyrir fagfólk sem nýst getur slík fræðsla í störfum sínum, líkt og nánar er skilgreint í samningnum. „Hlutverk Samtakanna ´78 hefur breyst á liðnum árum og verkefnin beinst í vaxandi mæli að því að sinna einstaklingsmálum, fræðslu og ráðgjöf. Sérstaklega er fjallað um þetta í samningnum þar sem kveðið er á um að hinsegin fólki og aðstandendum þess skuli standa til boða, því að kostnaðarlausu, ráðgjöf vegna persónulegra mála, félags- og sálfræðiráðgjöf og lögfræðiráðgjöf. Þjónustan skal veitt á landsvísu eftir því sem við verður komið og ef einstaklingar hafa þörf fyrir túlk skulu samtökin hafa milligöngu um það samkvæmt samningnum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar, sem og ummæli ráðherrans og fulltrúa Samtakanna '78, má nálgast með þvi að smella hér. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 verður eflt í samræmi við áherslur stjórnvalda um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Daníel E. Arnarsson, framkvæmdasstjóri samtakanna hafa undirritað þjónustusamning þessa efnis.Á vef stjórnarráðsins segir að í samningunum sé fjallað um þó fræðslu og þjónustu sem Samtökin ´78 munu annast fyrir fjárframlag velferðarráðuneytisins. Samkvæmt þjónustusamningnum fá Samtökin ´78 greiddar 12 milljónir króna á þessu ári til að sinna þeim verkefnum sem tilgreind eru. Enn fremur hefur verið ákveðið að velferðarráðuneytið og samtökin vinni sameiginlega að því að endurskoða framlög til samtakanna með það að markmiði að opinber stuðningur verði sambærilegur því sem tíðkast gagnvart systursamtökum þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Markmiðið sé meðal annars að skapa hinseginvænt samfélag og auka sýnileika hinsegin fólks, eins og það er orðað á vef stjórnarráðsins. Til þess að ná því markmiði munu samtökin meðal annars veita sérstaka ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks, jafnt fyrir hlutaðeigandi einstaklinga, aðstandendur þeirra og fyrir fagfólk sem nýst getur slík fræðsla í störfum sínum, líkt og nánar er skilgreint í samningnum. „Hlutverk Samtakanna ´78 hefur breyst á liðnum árum og verkefnin beinst í vaxandi mæli að því að sinna einstaklingsmálum, fræðslu og ráðgjöf. Sérstaklega er fjallað um þetta í samningnum þar sem kveðið er á um að hinsegin fólki og aðstandendum þess skuli standa til boða, því að kostnaðarlausu, ráðgjöf vegna persónulegra mála, félags- og sálfræðiráðgjöf og lögfræðiráðgjöf. Þjónustan skal veitt á landsvísu eftir því sem við verður komið og ef einstaklingar hafa þörf fyrir túlk skulu samtökin hafa milligöngu um það samkvæmt samningnum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar, sem og ummæli ráðherrans og fulltrúa Samtakanna '78, má nálgast með þvi að smella hér.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira