Gera þarf betur hvað varðar mannréttindi intersex-fólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 20:00 Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira