Enski boltinn

Jlloyd Samuel látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samuel í leik með Bolton gegn Man Utd.
Samuel í leik með Bolton gegn Man Utd. vísir/getty
Jlloyd Samuel, fyrrum leikmaður Aston Villa og Bolton, lést í bílslysi í morgun. Það var knattspyrnusamband Trinidad & Tobago sem greindi frá þessu síðdegis.

Samuel var á heimleið eftir að hafa skutlað börnunum sínum í skólann er hann lenti í árekstrinum. Hann var búsettur á Englandi.

Samuel var 37 ára gamall. Hann lék með Aston Villa frá 1998 til 2007. Hann lék svo með Bolton frá 2007 til 2011. Síðustu ár hefur hann verið að spila í Íran.

Eftir að hafa alist upp á Englandi og spilað fyrir yngri landslið Englands ákvað hann að spila með A-landsliði Trinidad & Tobago. Hann náði þó aðeins að spila tvo landsleiki fyrir Trinidad.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.