Erlent

Níu taldir af eftir flugslys

Sylvía Hall skrifar
Flugvélin hrapaði við þjóðveg í Georgíu-fylki.
Flugvélin hrapaði við þjóðveg í Georgíu-fylki. Vísir/AFP
Talið er að níu hafi látist þegar fragtflugvél á vegum þjóðvarðarliðs Púertó Ríkó hrapaði í Savannah í Georgíu-fylki. Flugvélin, sem var af gerðinni C-130 Hercules, hrapaði við þjóðveg í fylkinu. Um æfingaflug var að ræða.

Þeir níu sem létust voru allir um borð í vélinni, en um var að ræða fimm áhafnarmeðlimi og fjóra aðra farþega samkvæmt talsmanni þjóðvarðarliðsins.

Slökkviliðið í Savannah birti mynd af vettvangi þar sem sjá má aðstæður eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×