Erlent

Níu taldir af eftir flugslys

Sylvía Hall skrifar
Flugvélin hrapaði við þjóðveg í Georgíu-fylki.
Flugvélin hrapaði við þjóðveg í Georgíu-fylki. Vísir/AFP

Talið er að níu hafi látist þegar fragtflugvél á vegum þjóðvarðarliðs Púertó Ríkó hrapaði í Savannah í Georgíu-fylki. Flugvélin, sem var af gerðinni C-130 Hercules, hrapaði við þjóðveg í fylkinu. Um æfingaflug var að ræða.

Þeir níu sem létust voru allir um borð í vélinni, en um var að ræða fimm áhafnarmeðlimi og fjóra aðra farþega samkvæmt talsmanni þjóðvarðarliðsins.

Slökkviliðið í Savannah birti mynd af vettvangi þar sem sjá má aðstæður eftir slysið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.