Erlent

Breskir starfsmenn ESB fái belgískan ríkisborgararétt

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Charles Michel (t.v.) forsætisráðherra Belgíu og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Charles Michel (t.v.) forsætisráðherra Belgíu og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Vísir/EPA

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vona að breskir starfsmenn ESB öðlist belgískan ríkisborgararétt þegar Bretar hætta formlega í sambandinu eftir tæpt ár. Um 1100 breskir ríkisborgarar starfa á vegum Evrópusambandsins í Brussel og Lúxemborg. Að öllu óbreyttu yrðu þeir að hætta í þeirri vinnu og snúa aftur til síns heima þegar Bretar missa evrópska ríkisborgararéttinn.
  
Juncker segire hins vegar að Belgar hafi reynst einstaklega góðir gestgjafar fyrir Evrópusambandið hingað til og hann vonist til að þeir sjái sér fært að hjálpa þessu fólki að halda stöðum sínum.


Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir ákveðnar lagaflækjur geta skapað vandræði hvað það varðar en ríkisstjórnin sé að skoða hvað sé hægt að gera.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.